1
Opnaðu Uglu
Opnaðu Uglu, ugla.hi.is, og efst á skjánum ætti að standa "Rektorskjör 2025" smelltu á þann texta.2
Atkvæðið þitt
Eftir að hafa smellt á textann þá sérðu hvernig atkvæðið þitt lítur út, þ.e. hvort þú sért starfsmaður eða nemandi, og starfshlutfall3
Val á frambjóðanda
Þá opnast atkvæðaseðillinn þinn. Smelltu í hringinn fyrir framan þann frambjóðanda sem þú vilt kjósa. Þú getur breytt þínu vali með því að smella í annan hring eða smella á „Hreinsa val“ og valið að nýju. Þegar þú ert sátt(ur) með þitt val þá smellir þú á „Staðfesta og senda inn“.4
Staðfestu atkvæðið
Þú þarf að staðfesta atkvæðið. Það er misjafnt eftir því hvernig þú skráðir þig inn í Uglu hvernig auðkenningin á sér stað, annað hvort í gegnum Menntaskýið eða með varaleið.5
Staðfesting
Eftir stutta stund færð þú staðfestingu á því að atkvæði þitt hafi komist til skila. Þá er þinni kosningu lokið.6
Fór eitthvað úrskeiðis?
Ef þig vantar aðstoð við að kjósa, nánari upplýsingar eða hvaðeina ekki hika við að hafa samband á info@siljabara.is eða hringja í síma 770-0218. Einnig býður Háskóli Íslands upp á aðstoð á þjónustuborði í Háskólatorgi.