Skip to main content
Silja Bára - Rektorskjör 2025

Hvernig kýs ég?

Kosningar vegna rektorskjörs í Háskóla Íslands árið 2025 eru rafrænar og hefjast kl. 9 þann 26. mars nk. og þeim lýkur kl. 17 þann 27. mars. Kosningarnar fara fram á Uglu, innri vef Háskóla Íslands.

1

Opnaðu Uglu

Opnaðu Uglu, ugla.hi.is, og efst á skjánum ætti að standa "Rektorskjör 2025" smelltu á þann texta.
2

Atkvæðið þitt

Eftir að hafa smellt á textann þá sérðu hvernig atkvæðið þitt lítur út, þ.e. hvort þú sért starfsmaður eða nemandi, og starfshlutfall
3

Val á frambjóðanda

Þá opnast atkvæðaseðillinn þinn. Smelltu í hringinn fyrir framan þann frambjóðanda sem þú vilt kjósa. Þú getur breytt þínu vali með því að smella í annan hring eða smella á „Hreinsa val“ og valið að nýju. Þegar þú ert sátt(ur) með þitt val þá smellir þú á „Staðfesta og senda inn“.
4

Staðfestu atkvæðið

Þú þarf að staðfesta atkvæðið. Það er misjafnt eftir því hvernig þú skráðir þig inn í Uglu hvernig auðkenningin á sér stað, annað hvort í gegnum Menntaskýið eða með varaleið.
5

Staðfesting

Eftir stutta stund færð þú staðfestingu á því að atkvæði þitt hafi komist til skila. Þá er þinni kosningu lokið.
6

Fór eitthvað úrskeiðis?

Ef þig vantar aðstoð við að kjósa, nánari upplýsingar eða hvaðeina ekki hika við að hafa samband á info@siljabara.is eða hringja í síma 770-0218. Einnig býður Háskóli Íslands upp á aðstoð á þjónustuborði í Háskólatorgi.