Skip to main content

Silja Bára

Rektorskjör 2025

Um Silju Báru

Silja Bára R. Ómarsdóttir er prófessor í alþjóðasamskiptum við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá University College Cork á Írlandi, MA prófi í alþjóðasamskiptum frá University of Southern California og BA prófi í sömu grein frá Lewis & Clark College í Bandaríkjunum. Að auki hefur hún lokið diplómanámi á framhaldsstigi í aðferðafræði félagsvísinda og kennslufræði háskólastigsins frá Háskóla Íslands.

Silja Bára leggur stund á rannsóknir á sviði utanríkis- og öryggismála, kyn- og frjósemisréttinda og femínískra alþjóðasamskipta. Hún kennir námskeið á sviði alþjóðamála, samningatækni og bandarískra stjórnmála. Hún er meðlimur í Kennsluakademíu opinberu háskólanna, hlaut viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til kennslu árið 2019 og er öflugur leiðbeinandi sem hefur leiðbeint nær 250 nemum í lokaritgerðum á grunn- og framhaldsstigi, þar með talið doktorsnemum og nýdoktorum.

Helstu stöður

2020 -
Prófessor við Háskóla Íslands
2018 - 2020
Dósent við Háskóla Íslands
2008 - 2018
Aðjúnkt við Háskóla Íslands
2006 - 2008
Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ
2003 - 2006
Sviðsstjóri á Jafnréttisstofu