Af hverju: Háskólar eru með mikilvægustu innviðum samfélagsins, þeir veita mikilvæga starfsmenntun, efla gagnrýna hugsun og miðla þekkingu og færni til stúdenta og samfélagsins alls auk þess að vera vagga nýsköpunar og rannsókna sem eru forsendur hagsældar þjóða. Viðvarandi vanfjármögnun Háskóla Íslands dregur úr getu skólans til að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Þrátt fyrir þröngan kost hefur starfsfólk háskólans stóraukið rannsóknaframlag sitt, eins og sést á stöðu skólans á alþjóðlegum matslistum. Það er kominn tími til að stjórnvöld standi við gefin fyrirheit um fjármögnun háskólastigsins og beini fé í nýsköpun og rannsóknum heim til háskóla og rannsóknasjóða.
Hvernig: Rektor leiði samtal skólans við stjórnvöld, þingheim, atvinnulífið og íslenskt samfélag um mikilvægi háskóla fyrir efnahagslega hagsæld og velferð þjóðarinnar og þrýsti á um efndir gefinna loforða.